Sparisjóðurinn býður upp á listsýningu í nýju dagatali

Í lok hvers árs gefa sparisjóðirnir út dagatal og er óhætt að segja að dagatal ársins 2024 bjóði upp á listsýningu í máli og myndum. Hugmyndin á bak við dagatalið er að kynna ungt og efnilegt listafólk sem býr á landsbyggðinni. Hver einstaklingur fær einn mánuð í dagatalinu, þar sem hann kynnir sig og sína list. Auk þess gefst listafólkinu kostur á að nýta útibú sparisjóðanna fyrir listsýningar eða aðra listtengda viðburði.

Ráðgjöf varðandi dagatalið veitti Arna Guðný Valsdóttir, myndlistarmaður og kennari við listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum á sviði lista og menningar sem sparisjóðirnir styrkja í nærumhverfi sínu en hlutverk sparisjóðanna er að standa vörð um hagsmuni landsmanna, styrkja innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð.

Eftirfarandi listafólk á einn mánuð hvert í dagatalinu:

 

Dagatalið má nálgast endurgjaldslaust í útibúum sparisjóðanna.