Um Sparisjóðinn

Sparisjóðirnir

Sparisjóðirnir sem starfa undir vörumerkinu Sparisjóðurinn eru eftirtaldir:

Fólkið í landinu hefur alltaf verið okkar fjárfesting.

Hlutverk sparisjóðanna er að standa vörð um hagsmuni landsmanna, treysta innviði samfélagsins og styðja við félags- og atvinnulíf í heimabyggð. 

Stefna og megingildi

Hlutverk sparisjóðanna er að treysta fjárhagslega velferð viðskiptavina sinna með því að veita persónulega þjónustu í fjármálum, sem einkennist af fagmennsku og umhyggju.

Starfsfólk

Lykillinn að árangursríku starfi Sparisjóðsins felst í þjónustuvilja starfsfólks og þeirri þekkingu, reynslu og hæfni sem það býr yfir. Einlægni, traust og stuttar boðleiðir einkenna samskipti viðskiptavina og starfsfólks. Með virku flæði upplýsinga, miðlun þekkingar og stjórnunarháttum sem hvetja til frumkvæði og ábyrgðar, er sjálfstæði, metnaður og faglegur þroski starfsmanna efldur.

Viðskiptavinir

Sparisjóðurinn leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum víðtæka og persónulega þjónustu sem lagar sig að þörfum hvers og eins. Við leggjum upp úr að viðskiptavinir fái ávallt það besta sem í boði er hverju sinni, því það er okkur kappsmál að hámarka ánægju viðskiptavina. Þarfir einstaklinga, fjölskyldna og minni fyrirtækja njóta sérstakrar athygli sem endurspeglast í þjónustuframboði og áherslum í þróun.

Stofnfjáreigendur

Stofnfjáreigendur eru Sparisjóðnum mikilvægir og lögð er áhersla á langtímaarðsemi.

 Samfélagið

Sparisjóðurinn lætur sig samfélagaslega ábyrgð varða með því að taka virkan þátt í mannlífinu á landsvísu og á hverjum stað fyrir sig.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?