September

Hekla Björt Helgadóttir

Fæðingarár: 1985

Hekla er starfandi listamaður og vinnur jöfnum höndum að myndlist, skapandi skrifum og gjörningalist. Nálgun hennar er ljóðræn og snertir á dulúð, undirdjúpum og víðum skala tilfinninga. Hekla vinnur gjarnan undir áhrifum leikhússins og skapar andrúmsloft með ljósi, skuggum og skúlptúrum. Árið 2021 opnaði Hekla einkasýninguna Villiljóð í Listasafninu á Akureyri en þar á undan tók hún þátt í fjölmörgum samsýningum og samstarfsverkefnum, auk fjölda einkasýninga.


Verkið var unnið í Berlín 2015 og heitir Hekill wearing fingerprints, slow day. Verkið er sjálfsmynd í köldum desember með lítilli kyndingu en heitu hjarta.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?