Heiðdís Hólm
Fæðingarár: 1991
Heiðdís Hólm er uppalin á Akureyri og Egilsstöðum. Hún býr á Seyðisfirði og starfar hjá LungA skólanum.
Hún útskrifaðist af fagurlistabraut Myndlistaskólans á Akureyri 2016 og PGdip í Fine Arts hjá Glasgow School of Arts 2020. Hún vinnur í margskonar miðla, þar á meðal málverk og gjörninga en yfirleitt er áhersla á teikningu í grunninn. Útgangspunkturinn vill oft verða persónulegar upplifanir sem eru greindar, dramatíseraðar, skældar eða uppskáldaðar með öllu. Verk Heiðdísar hafa verið sýnd á Íslandi og Evrópu, Frakklandi, Skotlandi og Svíþjóð.
Molotov Mocktail. Olía á striga. 2021.