Nóvember

Þórarinn Örn Egilsson - Þói

Fæðingarár: 1985

Þói er búsettur á Akureyri þar sem hann er sjálftstætt starfandi ljósmyndari og myndlistarmaður. Hann tilheyrir listahópnum Kaktusi í Listagilinu og kemur að hinum ýmsu verkefnum og gjörningum á vegum hópsins. Þói hefur mestmegnis unnið með akríl í verkum sínum, þar sem hann tjáir sig fígúratívt á abstrakt grunni. Myndir hans eru persónulegar og sýna oft upplifanir, skoðanir og uppgjör úr eigin lífi. Þói lauk námi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík árið 2014. 


Myndin er frá 2023 og er portrett af manneskju sem ég þekki og upplifun minni á henni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?