Október

Egill Logi Jónasson

Fæðingarár: 1989

Egill Logi Jónasson (einnig þekktur sem Drengurinn fengurinn) útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Hann er hluti af listahópnum Kaktusi og er með vinnustofu og hljóðver í húsnæði hópsins. Hann vinnur út frá persónulegum upplifunum, bæði í mynd- og tónlist. Sem tónlistarmaður er hann mögulega sá afkastamesti um þessar mundir en árið 2022 gaf hann út rúmlega tuttugu breiðskífur sem Drengurinn fengurinn.


Verkið er frá 2023 og er byggt á atviki þegar galvaskur öryggisvörður mætti, vopnaður vígalegu vasaljósi, inn á vinnustofu Egils. Agli varð töluvert brugðið þar sem hann stóð með rjúkandi kaffibolla og öryggisvörðurinn spurði valdsmannlegri röddu hvort að Egill ætti að vera þarna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?