Nýr heimabanki sparisjóðanna

Nú hefur sparisjóðurinn opnað nýjan heimabanka. Þér er velkomið að byrja að nota hann og aðstoða okkur við að gera hann enn betri. Enn er verið að vinna í þáttum sem hafa áhrif á notkun fyrirtækja eða einstaklinga í rekstri eins og kröfugerð, bunkagreiðslur, tengingar við bókhaldskerfi og fleira. Í þeim tilfellum, notið tengil fyrir Fyrirtækjabanka á forsíðu.

Hver sparisjóður er með sinn eigin heimabanka þannig að það þarf að fara á rétta slóð út frá því í hvaða sparisjóði viðskiptin eru.
Nýr heimabanki er skalanlegur í öll helstu snjalltæki og síma. Við hvetjum ykkur til að vista slóð á nýjan heimabanka og setja sem flýtivísi á heimaskjá í snjalltæki. Þeir sem eru með rafræn skilríki eiga að geta komist inn eins og í eldri bankann, en ef þú notar notendanafn og lykilorð, þá þarftu að fá nýtt lykilorð hjá þínum sparisjóði.

Slóðir á nýjan heimabanka sparisjóðanna

Austurland
Strandamanna
Höfðhverfinga
Suður-Þingeyinga

 

Athygli er vakin á því að eldri heimabanki verður opinn þar til annað verður ákveðið. 

Sparisjóðurinn
Eldri heimabanki

Athugasemdir, ábendingar, villutilkynningar eða hvað annað sem þú telur rétt að koma á framfæri sem gæti leitt til þess að bæta kerfið er vel þegið og best væri að koma þeim á sparisjóðinn þinn.

Sparisjóður Austurlands - Hafa samband
Sparisjóður Suður-Þingeyinga - Hafa samband
S
parisjóður Strandamanna - Hafa samband
Sparisjóður Höfðhverfinga - Hafa samband 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?