Viðskiptavinur getur skotið ágreiningi sínum við sparisjóðinn til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki sem er í umsjá Fjármálaeftirlitsins.
Erindi skulu send á:
Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Katrínartún 2
105 Reykjavík
Sími: 520 3888
Tölvupóstur: urskfjarm@fme.is
Til að senda inn kvörtun til nefndarinnar þarf viðskiptavinur að fylla út sérstakt málskotseyðublað og greiða málskotsgjald. Ef kröfur viðskiptavinar eru teknar til greina að hluta eða að öllu leyti fæst málskotsgjaldið endurgreitt. Málskotseyðublaðið má finna á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins: www.fme.is.
Fjármálaeftirlitið starfrækir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu fyrir viðskiptavini fjármálafyrirtækja. Sjá nánar á vef Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is.
Viðskiptavinur Sparisjóðsins getur leitað réttar síns fyrir almennum dómstólum.
Bent er á að Lögmannafélag Íslands býður almenningi ókeypis lögfræðiráðgjöf. Sjá nánar á vef Lögmannafélags Íslands, www.lmfi.is.
Neytendastofa annast framkvæmd á lögum á sviði neytendaverndar. Á heimasíðu Neytendastofu er að finna upplýsingar um það í hvaða tilvikum og með hvaða hætti neytendur geta leitað til stofnunarinnar. Sjá nánar á vef Neytendastofu, neytendastofa.is
Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og úrskurðar í ágreiningsmálum á sviði persónuverndar. Á vef Persónuverndar má finna upplýsingar um með hvaða hætti er hægt að leggja fram kvörtun. Sjá nánar á vef Persónuverndar, www.personuvernd.is.