Innheimtuþjónusta

Sparisjóðurinn býður fyrirtækjum, félögum og einstaklingum upp á fjölbreytta innheimtuþjónustu sniðna að þörfum hvers og eins.

Með innheimtuþjónustu er meðal annars hægt að stofna, breyta og fella niður kröfur. Hægt er að velja um útprentun greiðsluseðla eða rafræna birtingu í öllum heimabönkum.

Hægt er að tengja rafræn skjöl við kröfur. Undir „Ógreiddar kröfur“ í Heimabankanum birtist lítið skjalamerki ef skjal hefur verið tengt kröfu. Ef smellt er á merkið þá hleðst skjalið upp. Með þessu er verið að samtvinna kröfur og skjöl á einum stað.

Í Heimabanka sparisjóðsins er boðið upp á beintengingu við bókhaldskerfi fyrirtækisins sem sparar tíma við innslátt og getur dregið úr villuhættu. Fyrirtækið getur flutt skrár um greiddar kröfur í viðskiptamannabókhald sitt og unnið úr þeim þar.

Sparisjóðurinn býður viðskiptavinum sínum upp á innheimtuferli þar sem fyrirtækið gerir samning við sparisjóðinn og innheimtufyrirtæki um milliinnheimtu.

Þjónustufulltrúar sparisjóðsins veita nánari upplýsingar um þá lausn sem best hentar.

Sækja um

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?