Upplýsingar um heimabanka

 Heimabankinn er skalanlegur í öll helstu snjalltæki og síma. Við hvetjum ykkur til að vista slóð á nýjan heimabanka og setja sem flýtivísi á heimaskjá í snjalltæki.  

Athugasemdir, ábendingar, villutilkynningar eða hvað annað sem þú telur rétt að koma á framfæri sem gæti leitt til þess að bæta kerfið er vel þegið og best væri að koma þeim á sparisjóðinn þinn.

Algengar spurningar

Er sparisjóðurinn með app fyrir heimabankann?

Já. Sparisjóðurinn býður upp á app bæði fyrir IOS og Android.

Hvernig stofna ég heimabanka?

Þú fyllir út umsókn (annað hvort netinu eða á pappír) og skilar inn til viðeigandi sparisjóðs (sjá undir umsóknir). Þegar þjónustufulltrúi hefur virkjað heimabankann getur þú byrjað að nota heimabankann. Lámarksaldur til að sækja um heimabanka er 15 ár.

Hvernig skrái ég mig inn í heimabankann?

Þú getur skráð þig inn með rafrænum skilríkjum eða með því að slá inn notendanafn og lykilorð og fá auðkenni með sms-i í farsímann þinn. 

Það kostar ekkert að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og það kostar ekkert að fá auðkenni sent með sms-i.

Hvar finn ég pin-númerið mitt?

Pin-númer korta sparisjóðsins eru aðgengileg í heimabankanum þínum. Eingöngu er hægt að sækja pin-númer korta sem eru skráð á heimabankaeigandann sjálfan. Þjónustufulltrúar hafa ekki aðgang að pin-númerinu en geta haft samband við Valitor fyrir þig til að fá pin-númerið uppgefið. 

Í öryggisskyni minnum við á að það er með öllu óheimilt að láta öðrum pin-númerið í té eða geyma það með kortinu.

Hvað er hægt að millifæra háa upphæð í heimabankanum?

Innan dags er hægt að millifæra allt að eina milljón króna (1.000.000 kr.). Ef þú þarft að millifæra hærri upphæð hafðu samband við sparisjóðinn því hægt er að hækka upphæðina tímabundið eða varanlega. 

Millifærslur sem eru hærri en 10.000.000 kr. fara í gegnum stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands sem er lokað eftir klukkan 16:00 á daginn og opnar aftur klukkan 09:00 næsta virka dag. 

Hvernig breyti ég þekktum viðtakenda?

Best er að eyða þeim viðtakenda sem á að breyta og skrá hann uppá nýtt.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?