Hraðbankar

 Í hraðbönkum sparisjóðsins getur þú nálgast eftirfarandi þjónustu:

  • Tekið út reiðufé af debitkortum og kreditkortum
  • Séð stöðu og hreyfingar á bankareikningum þínum hjá sparisjóðnum
  • Millifært af bankareikningum þínum á aðra reikninga í öllum sparisjóðum og bönkum
  • Greitt reikninga á þinni kennitölu

Úttektarheimildir í hraðbönkum

Tegund korts Hámark innanlands á sólarhring     Hámark erlendis á sólarhring
Debetkort sparisjóðsins    50.000 kr.  50.000 kr. 
Námsmannakreditkort 15.000 kr.  50.000 kr. 
Silfurkreditkort 25.000 kr.  50.000 kr. 
Gullkreditkort 50.000 kr.  100.000 kr. 
Platinumkreditkort 150.000 kr.  150.000 kr. 
Innkaupakort 0 kr.  0 kr.  
Gjafakort 0 kr.  0 kr.  
Viðskiptakreditkort  50.000 kr. 150.000 kr.

 

 Gott að hafa í huga:

  • Reglur um hámarksúttekt í hraðbönkum bæði á Íslandi og erlendis geta takmarkað þær hámarksúttektir sem koma fram hér að ofan. 
  • Það þarf að líða sólarhringur á milli hámarksúttekta. Sem dæmi ef tekin er hámarksúttekt kl. 10:50 þá er ekki hægt að taka út reiðufé fyrr en eftir kl. 10:50 næsta dag. 
  • Erlendis þurfa að líða að minnsta kosti 3 klukkustundir á milli hraðbankaúttekta vegna öryggisráðstafana. 
  • Úttektir erlendis miðast við gengi sparisjóðsins fyrir Visa kort og eru háðar reglum í hverju landi fyrir sig. Þó má gera ráð fyrir takmörkunum hér fyrir ofan. 
  • Þóknun vegna hraðbankaúttekta er samkvæmt verðskrá sparisjóðsins á hverjum tíma. Einnig getur eigandi hraðbankans tekið þóknun.

Staðsetning hraðbanka 

Sparisjóður Staðsetning Opið Innlögn
Sparisjóður Austurlands Egilsbraut 25, 740 Neskaupsstað     Allan sólarhringinn Nei
Sparisjóður Höfðhverfinga Menningarhúsið Hof, 600 Akureyri     08:00 - 23:00 alla daga Nei 
Sparisjóður Höfðhverfinga Túngata 3, 610 Grenivík 09:00 - 18:00 alla virka daga     Nei 
Sparisjóður Strandamanna Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík   Allan sólarhringinn Nei 
Sparisjóður Suður-Þingeyinga   Helluhraun 3, 660 Mývatn Allan sólarhringinn

 

Viðskiptavinir sparisjóðanna greiða ekki þjónustugjöld í hraðbönkum annarra sparisjóða. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?