Við hjá sparisjóðunum viljum tryggja að viðskiptavinir okkar njóti framúrskarandi þjónustu á hinum síbreytilega húsnæðislánamarkaði.
Reiknivél
Í lánareiknivél sparisjóðanna getur þú reiknað út greiðslubyrði, afborganir og kostnað ólíkra tegunda íbúðalána. Auðvelt er t.d. að bera saman ólíka lánakosti, meðal annars ólíka blöndun verðtryggðra og óverðtryggðra lána.
Athygli er vakin á því að útreikningar taka ekki að fullu tillit til reglna Seðlabanka Íslands um takmarkanir á fasteingalánum. Hægt er að kynna sér þær á heimasíðu bankans (https://www.sedlabanki.is/fjarmalastodugleiki/thjodhagsvarud/takmarkanir-a-fasteignalanum
Lánareiknivél
Verðtryggð húsnæðislán
Sparisjóðirnir bjóða einstaklingum upp á verðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum en getur verið mismunandi eftir sparisjóðum.
Í upphafi er greiðslubyrði verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra lána. Er það vegna þess að hluti fjármagnskostnaðar, þ.m.t. verðbætur, bætist við höfuðstól lánsins og kemur til greiðslu á lánstímanum. Eignamyndun er því yfirleitt hægari en á móti er greiðslubyrði frekar stöðug þar sem verðbætur leggjast við höfuðstól.
Lánað er til fasteignakaupa, endurfjármögnunar á eldri lánum, nýbyggingar eða endurbóta á fasteign.
Lánað er allt að 60% af markaðsvirði, en viðskiptavinum stendur til boða viðbótarlán, Íbúðarlán II, upp í allt að 80% af markaðsvirði. Vextir á viðbótarláni, Íbúðarláni II, eru hærri en á Íbúðarláni I. Lánað er gegn fyrsta veðrétti eða samfelldri veðröð frá og með fyrsta veðrétti og er hver umsókn metin með tilliti til lánshæfis og virði íbúðarhúsnæðis. Áður en lánsumsóknir eru samþykktar þurfa viðskiptavinir að standast lánshæfis- og greiðslumat hjá sparisjóðnum.
Vextir
Hægt er að velja milli þess að hafa vexti breytilega eða fasta í 5 ár í senn.
Breytilegir vextir
- Breytilegir vextir verðtryggðra íbúðarlána taka mið af vaxtatöflu sparisjóðsins á hverjum tíma og greiðslubyrði lánsins sveiflast því í takt við gildandi vexti á hverjum tíma. Vextir eru auglýstir í vaxtatöflu sparisjóðanna.
- Við ákvarðanir á vöxtum vegna verðtryggðra íbúðarlána er horft á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa útgefinna m.a. af Íbúðarlánasjóði, bönkum og fjármálafyrirtækjum á Íslandi, fjármögnunarkostnað sparisjóðsins, eiginfjár- og lausafjárbindingu vegna íbúðarlána, rekstrarkostnaðar, smásöluálagningu, álagningu vegna útlánaáhættu og stjórnvaldsfyrirmæla.
- Viðskiptavinum er ávallt heimilt að greiða lánið upp, í heild eða hluta, hvenær sem er án uppgreiðslugjalds
Fastir vextir í 5 ár í senn (Getur verið mismunandi eftir sparisjóðum)
- Lánið er með föstum vöxtum í fimm ár. Að fimm árum liðnum frá fyrsta gjalddaga, og svo á fimm ára fresti út lánstímann, er sparisjóðnum heimilt að breyta vöxtunum, til hækkunar eða lækkunar, ef breytingar hafa orðið á þeim þáttum sem vextirnir byggjast á. Sætti viðskiptavinur sig ekki við hina nýju vexti er honum heimilt að greiða lánið upp með óbreyttum vöxtum.
- Uppgreiðslugjald er samkvæmt verðskrá hverju sinni, en þó að hámarki 1% á ársgrundvelli. Heimilt að greiða aukalega allt að 1 milljón íslenskra króna inn á lánið án þess að til komi uppgreiðslugjald.
Lánstími
Húsnæðislán sparisjóðsins skiptist í tvö lán, Íbúðalán I og Íbúðalán II:
Lánstími
- Lánstími á Íbúðaláni I er til allt að 40 ára.
- Lánstími á Íbúðaláni II er til allt að 25 ára.
Lánsfjárhæð og veðhlutfall
- Lágmarksfjárhæð láns er 1 milljón króna.
- Vegna Íbúðaláns I er gerð krafa um 1. veðrétt og hámarksveðhlutfall er 60% af markaðsverði.
- Miðað er við að Íbúðalán II verði þinglýst á 2. veðrétt eða samfelldan veðrétt á eftir íbúðalánum frá sparisjóðnum og hámarksveðhlutfall er 80% m.v. sömu forsendur og vegna Íbúðarláns I.
- Skylt er að hafa veðsetta fasteign jafnan vátryggða fyrir eldsvoða og öðru tjóni. Ef samtala lánsins og áhvílandi lána á fyrri og samhliða veðrétti er hærri fjárhæð en skráð brunabótamat fasteignarinnar er lántaka skylt að hafa viðbótarbrunatryggingu þannig að heildarbrunatrygging nemi sannvirði eða raunverði fasteignarinnar.
Afborganir
Íbúðarlán I og II geta verið með jöfnum greiðslum (annuitet) eða með jöfnum afborgunum af höfuðstól.
Kostnaður
- Þinglýsingargjald, sem rennur í ríkissjóð, skal greiða samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum. Almennt lántökugjald vegna íbúðalána er 59.900. Fyrstu kaupendur fá lántökugjaldið að fullu fellt niður.
- Önnur gjöld samkvæmt gjaldskrá sparisjóðsins.
- Gjaldskrá
Óverðtryggð húsnæðislán
Sparisjóðirnir bjóða einstaklingum upp á óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum eða föstum óverðtryggðum vöxtum til þriggja ára, en getur verið mismunandi eftir sparisjóðum.
Í upphafi er greiðslubyrði óverðtryggðra lána hærri en verðtryggðra lána. Er það vegna þess að fjármagnskostnaður er greiddur að fullu á hverjum gjalddaga. Eignamyndun er því yfirleitt hraðari.
Lánað er til fasteignakaupa, endurfjármögnunar á eldri lánum, nýbyggingar eða endurbóta á fasteign.
Lánað er allt að 60% af markaðsvirði, en viðskiptavinum stendur til boða viðbótarlán, Íbúðarlán II, upp í allt að 80% af markaðsverði. Vextir á viðbótarláni, Íbúðarláni II, eru hærri en á Íbúðarláni I.Lánað er gegn fyrsta veðrétti eða samfelldri veðröð frá og með fyrsta veðrétti og er hver umsókn metin með tilliti til lánshæfis og virði íbúðarhúsnæðis. Áður en lánsumsóknir eru samþykktar þurfa viðskiptavinir að standast lánshæfis- og greiðslumat hjá sparisjóðnum.
Vextir
Breytilegir vextir
- Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðarlána taka mið af vaxtatöflu sparisjóðsins á hverjum tíma og greiðslubyrði lánsins sveiflast því í takt við gildandi vexti á hverjum tíma. Vextir eru auglýstir í vaxtatöflu sparisjóðsins.
- Vextirnir eru byggðir þannig upp að grunnvextir eru stýrivextir Seðlabanka Íslands að viðbættu vaxtaálagi sparisjóðsins. Ef Seðlabankinn breytir stýrivöxtum þá breytast grunnvextir lánsins allra jafna til samræmis. Ef vextirnir breytast meira en vegna breytinga Seðlabankans, t.d. vegna breytinga á vaxtaálagi sparisjóðsins, þá mun sparisjóðurinn tilkynna um slíkar umfram breytingar fyrirfram.
- Viðskiptavinum er ávallt heimilt að greiða lánið upp, í heild eða hluta, hvenær sem er án uppgreiðslugjalds.
Fastir vextir
Fastir vextir í þrjú ár í senn (Getur verið mismunandi eftir sparisjóðum)
- Lánið er með föstum vöxtum í þrjú ár. Að þremur árum liðnum frá fyrsta gjalddaga, og svo á þriggja ára fresti út lánstímann, er sparisjóðnum heimilt að breyta vöxtunum, til hækkunar eða lækkunar, ef breytingar hafa orðið á þeim þáttum sem vextirnir byggjast á. Sætti viðskiptavinur sig ekki við hina nýju vexti er honum heimilt að greiða lánið upp án uppgreiðslugjalds.
- Uppgreiðslugjald er samkvæmt verðskrá hverju sinni, en þó að hámarki 1% á ársgrundvelli. Heimilt að greiða aukalega allt að 1 milljón íslenskra króna inn á lánið án þess að til komi uppgreiðslugjald.
Lánstími
Húsnæðislán sparisjóðsins skiptist í tvö lán, Íbúðalán I og Íbúðalán II:
- Lánstími á Íbúðaláni I er til allt að 40 ára.
- Lánstími á Íbúðaláni II er til allt að 25 ára.
Lánsfjárhæð og veðhlutfall
- Lágmarksfjárhæð láns er 1 milljón króna.
- Vegna Íbúðaláns I er gerð krafa um 1. veðrétt og hámarksveðhlutfall er 60% af markaðsverði.
- Miðað er við að Íbúðaláni II verði þinglýst á 2. veðrétt, eða samfelldan veðrétt á eftir íbúðalánum frá sparisjóðnum, og hámarksveðhlutfall er 80% m.v. sömu forsendur og vegna Íbúðarláns I.
- Skylt er að hafa veðsetta fasteign jafnan vátryggða fyrir eldsvoða og öðru tjóni. Ef samtala lánsins og áhvílandi lána á fyrri og samhliða veðrétti er hærri fjárhæð en skráð brunabótamat fasteignarinnar er lántaka skylt að hafa viðbótarbrunatryggingu þannig að heildarbrunatrygging nemi sannvirði eða raunverði fasteignarinnar.
Afborganir
Íbúðarlán I og II geta verið jöfnum greiðslum (jafngreiðslulán/annuitet) eða með jöfnum afborgunum af höfuðstól.
Kostnaður
- Þinglýsingargjald, sem rennur í ríkissjóð, skal greiða samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum.
- Almennt lántökugjald vegna íbúðalána er 59.900. Fyrstu kaupendur fá lántökugjaldið að fullu fellt niður.
- Uppgreiðslugjald er 1%.
- Uppgreiðslugjald er á lánum með föstum vöxtum. Heimilt er að greiða umframgreiðslur inn á lán allt að 1.000.000 kr. á ársgrundvelli án uppgreiðslugjalds.
- Íbúðalán á breytilegum vöxtum er án uppgreiðslugjalds.
- Önnur gjöld samkvæmt gjaldskrá sparisjóðsins.
- Gjaldskrá