Vildarþjónusta

Í vildarþjónustu sparisjóðsins færð þú persónulega þjónustu sem lagar sig að þínum þörfum. Starfsfólk sparisjóðsins sér til þess að þú fáir ávallt það besta sem í boði er hverju sinni því það er okkur kappsmál að hámarka ánægju viðskiptavina. Með því að vera með allt á sama stað færð þú betri kjör og aukin fríðindi.

Silfurþjónusta

Til að njóta þeirra kjara sem silfurþjónusta sparisjóðsins býður upp á þarft þú að vera með launareikning og fjóra þjónustuþætti hjá sparisjóðinum.

  • 100 fríar debetkortafærslur á ári
  • 50% afslátt af árgjaldi silfurkreditkorts ef ársvelta fer yfir 2.000.000 kr.
  • 100% afslátt af árgjaldi silfurkreditkorts ef ársvelta fer yfir 2.500.000 kr.
Gullþjónusta

Til að njóta þeirra kjara sem gullþjónusta sparisjóðsins býður upp á þarft þú að vera með launareikning og fjóra þjónustuþætti hjá sparisjóðinum auk þess að vera með launaveltu yfir 2 milljónir á ári.

  • 200 fríar debetkortafærslur á ári
  • 50% afslátt af árgjaldi gullkreditkorts ef ársvelta fer yfir 2.500.000 kr.
  • 100% afslátt af árgjaldi gullkreditkorts ef ársvelta fer yfir 3.000.000 kr.
Platinumþjónusta

Til að njóta þeirra kjara sem platinumþjónusta sparisjóðsins býður upp á þarft þú að vera með launareikning og fjóra þjónustuþætti hjá sparisjóðinum auk þess að vera fasteignaeigandi með veltu yfir 6 milljónir á ári og innistæðu upp á 1 milljón fyrir utan lífeyrissparnað.

  • 200 fríar debetkortafærslur á ári
  • 50% afslátt af árgjaldi platinumkreditkorts ef ársvelta fer yfir 3.000.000 kr. 
  • 100% afslátt af árgjaldi platinumkreditkorts ef ársvelta fer yfir 3.500.000 kr. 
  • Lægri yfirdráttarvexti
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?