Breytingarnar eru gerðar í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands frá 19. nóvember sl. en þá lækkaði Seðlabankinn meginvexti um 0,25 prósentustig.
Útlánavextir
- Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðlánum lækka um 0,25 prósentustig.
- Kjörvextir á óverðtryggðum lánum lækka um 0,25 prósentustig.
- Yfirdráttarvextir lækka um 0,25 prósentustig.
Innlánsvextir
- Vextir á óverðtryggðum veltureikningum lækka um 0,25 prósentustig.
- Vextir á óverðtryggðum sparireikningum lækka um 0,25 prósentustig.
Vaxtabreytingar útlána taka mið af stýrivöxtum Seðlabankans og öðrum fjármögnunarkostnaði sparisjóðsins á hverjum tíma, m.a. útlánaáhættu, innlánum viðskiptavina, markaðsfjármögnun og eiginfjárgerningum.
Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi samræmi við skilmála lánanna.
Breytingar á vöxtum greiðslureikninga sem falla undir lög um greiðsluþjónustu taka gildi að tveimum mánuðum liðnum í samræmi við skilmála sem gilda um þá reikninga.