Lækkun útlánavaxta

Á liðnu vori voru gerðar breytingar á lögum um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta sem lækkuðu gjöld banka og sparisjóða til Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta verulega.
Í framhaldi af þessari lækkun gjalda hefur Sparisjóður Suður-Þingeyinga lækkað vexti allra útlána sinna um 30 vaxtapunkta (0,3 prósentustig). Sú breyting tók gildi 1.október sl. og er óháð fyrri og síðari vaxtabreytingum Seðlabanka Íslands.