Erlendar greiðslur

Nú geta viðskiptavinir Sparisjóðsins sent og móttekið erlendar greiðslur.

Í samstarfi við erlendan samstarfsaðila býður Sparisjóðurinn viðskiptavinum sínum nú uppá erlendar greiðslur. Viðskiptavinir Sparisjóðsins geta því sent og móttekið erlendar greiðslur.

Áður en fyrsta erlenda greiðslan er send út eða móttekin þurfa viðskiptavinir að sækja um erlend viðskipti hjá Sparisjóðnum og fylla út áreiðanleikakönnun. Einstaklingar geta gert það með því að fylla út form í vafra sem má finna undir "Umsóknir" -> "Upphaf erlendra viðskipta einstaklingar". Fyrirtækjum er bent á að hafa samband við sinn sparisjóð ef þeir óska eftir að hefja erlend viðskipti.

Ef viðskiptavinir óska eftir að senda út erlenda greiðslu þarf að fylla út umsókn um erlenda greiðslu. Einstaklingar geta gert það með því að fylla út form í vafra undir "Umsóknir" -> "Beiðni um erlenda greiðslu einstaklingar". Fyrirtækjum er bent á að hafa samband við sinn sparisjóð ef þeir óska eftir að senda út erlenda greiðslu. 

Frekari upplýsingar um erlendar greiðslur og svör við algengum spurningum má nálgast með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Erlendar greiðslur