Breyttur opnunartími

Við hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga bregðumst við samkomubanni sem og leiðbeiningum almannavarna með því að gera það sem í okkar valdi stendur til að minnka smitleiðir og auka öryggi viðskiptavina og starfsmanna.

Afgreiðslustöðvar okkar verða áfram opnar, en tímabundin stytting opnunartíma tekur gildi 19. mars. Opið verður frá 13.00 til 16.00 mánudaga til fimmtudaga og til 15.00 alla föstudaga. Við hvetjum viðskiptavini til að takmarka komur sínar í útibúin.

Þjónustan verður að öðru leyti óskert og verður tölvupóstum og símtölum svarað frá 9.00 til 16.00 og til 15.00 á föstudögum. Þá minnum við á þær rafrænu lausnir sem í boði eru á heimabanki.is og þökkum fyrir umburðarlyndið.