Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. 2023

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. verður haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit, föstudaginn 28. apríl 2023 og hefst hann kl. 17:00, boðið verður upp á kvöldverð í fundarhléi.

 Dagskrá fundarins: 

  1. Fundarsetning, skipan starfsmanna.
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins síðastliðið starfsár.
  3. Staðfesting á endurskoðuðum ársreikningi sparisjóðsins og tillaga sparisjóðsstjórnar um ráðstöfun hagnaðar.
  4. Kosning löggilts endurskoðanda.
  5. Tillaga stjórnar að breytingum á samþykktum sparisjóðsins.
  6. Kosning sparisjóðsstjórnar.
  7. Fundarhlé – talning atkvæða
  8. Kosning í tilnefningarnefnd.
  9. Ákvörðun um þóknun stjórnar.
  10. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.
  11. Önnur mál.

                                

Stjórn Sparisjóðs Suður- Þingeyinga

Umboðsform ef veita á öðrum stofnfjáraðila umboð sbr. neðangreind ákvæði í reglum sjóðsins.  

Stofnfjáreiganda er heimilt að fela öðrum umboð til að fara með rétt sinn á fundi stofnfjáreigenda. Umboðið er heimilt að afturkalla hvenær sem er. Umboðsmaður, sem vera skal úr hópi stofnfjáreigenda, skal leggja fram skriflega, dagsetta og vottfesta yfirlýsingu frá stofnfjáreiganda, um umboð sitt. Umboðsmanni er óheimilt að fara með umboð fyrir fleiri en einn stofnfjáreiganda. Sama umboð gildir aðeins fyrir einn fund.  

Stjórn gerir tillögu um breytingu á einni grein í samþykktum sparisjóðsins. Um er að ræða grein 4.

Hér á eftir má sjá tillögu stjórnar um breytingar á samþykktum sparisjóðsins:

 4. gr.

Stofnfé sparisjóðsins er kr. 213.334.512,- og skiptist í jafnmarga hluti að nafnverðsfjárhæð ein króna.  Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut.  

Sparisjóðsstjórn skal  hafa að markmiði að stofnfjáreigendur verði aldrei færri en 60.  Stjórn sparisjóðsins er heimilt að auka stofnfé Sparisjóðs Suður-Þingeyinga með útgáfu nýrra stofnfjárhluta um allt að kr. 50.000.000 -.  Útboðsgengi verður 1,0.  Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt að þessum hlutum.  Stjórn er heimilt að ákvarða nánara fyrirkomulag stofnfjáraukningarinnar.

 Lagt er til að greinin verði svohljóðandi:

Stofnfé sparisjóðsins er kr. 233.966.395,- og skiptist í jafnmarga hluti að nafnverðsfjárhæð ein króna.  Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut.

Sparisjóðsstjórn skal  hafa að markmiði að stofnfjáreigendur verði aldrei færri en 60.  Stjórn sparisjóðsins er heimilt að auka stofnfé Sparisjóðs Suður-Þingeyinga með útgáfu nýrra stofnfjárhluta um allt að kr. 50.000.000 -.  Útboðsgengi verður 1,0.  Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt að þessum hlutum til 1. september 2023. Stjórn er heimilt að ákvarða nánara fyrirkomulag stofnfjáraukningarinnar.