Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga fyrirhugaður 3. maí

Aðalfundur Sparisjóðs Suður- Þingeyinga ses. verður haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit, mánudaginn 3. maí 2021og hefst hann kl. 20.00.

 Dagskrá fundarins:

1.         Fundarsetning, skipan starfsmanna.
2.         Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins síðastliðið starfsár.
3.         Staðfesting á endurskoðuðum ársreikningi sparisjóðsins og tillaga sparisjóðsstjórnar um ráðstöfun hagnaðar.
4.         Tillaga stjórnar um heimild til stjórnar á aukningu stofnfjár sparisjóðsins auk leiðréttingar á núverandi stofnfjárupphæð.
5.         Breytingu á samþykktum sparisjóðsins.
6.         Kosning sparisjóðsstjórnar.
7.         Kosning valnefndarfulltrúa ef breytingar þar um eru samþykktar.
8.         Kosning löggilts endurskoðanda.
9.         Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
10.       Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.
11.       Önnur mál.

Fyrirvari er um fundartíma og/eða útfærslu á fundinum vegna sóttvarna og reglna um takmarkanir á samkomum.  Breytingar eða útfæsla fundar verður tilkynnt nánar á fréttaveitu á vef sparisjóðsins spthin.is.   

Ársreikningur 2020