26.03.2020
Þjónustusími bankanna er tölvuvæddur símsvari þar sem hægt er að sinna margskonar bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er. Í þjónustusímanum er hægt er að fá upplýsingar um stöðu á reikningi og síðustu færslur, fá upplýsingar um yfirdráttarheimild og gildistíma hennar ásamt því að hægt er að millifæra á milli eigin reikninga.
Lesa meira
24.03.2020
Ein af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur gripið til er að heimila tímabundið úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í byrjun apríl. Frumvarp til laga um úrræðið verður væntanlega afgreitt á Alþingi á næstu dögum og undirbúningur þegar í gangi hjá Lífsvali og sparisjóðunum. Ekki liggur endanlega fyrir hver útfærslan verður en við munum setja inn nýjar upplýsingar á heimasíðuna þegar það liggur fyrir.
Lesa meira
22.01.2020
Sparisjóður Austurlands, sem áður bar nafnið Sparisjóður Norðfjarðar, verður 100 ára á þessu ári. Sjóðurinn var stofnaður 2. maí árið 1920 og hóf starfsemi 1. september það ár. Sparisjóðurinn er sá eini sem starfandi er á Austurlandi og einn af fjórum sjóðum sem starfa á landinu en flestir urðu sjóðirnir rúmlega 60 talsins um 1960.
Lesa meira