Viðskiptavinir sparisjóðanna geta nú borgað með Apple Pay

Apple Pay X sparisjóðirnir

 Skráðu debit- eða kreditkortið þitt í Apple Wallet og byrjaðu að borga með Apple Pay!

Apple Pay er einföld, örugg og þægileg leið til að borga fyrir vörur og þjónustu, án þess að vera með greiðslukortið við hendina. Þegar greiðslukort hefur verið tengt við Apple Wallet er hægt að borga með snjalltækinu (iPhone eða Apple Watch). Greiðsla er auðkennd með andlitsskanna, fingrafaraskanna eða aðgangsnúmeri.

Það kostar ekkert aukalega að nota Apple Pay, færslugjöld eru þau sömu og á greiðslukortinu sem er tengt við Apple Wallet. Mikil áhersla er á öryggi en kortanúmer er hvorki vistað í snjalltækið né netþjóna Apple. 

Við hvetjum viðskiptavini sem hafa áhuga á að greiða með snjalltækjum að kynna sér Apple Pay.

Virkja Apple Pay