Endurútgáfa kreditkorta

Kreditkort sparisjóðanna
Kreditkort sparisjóðanna

Endurútgáfa kreditkorta - Nýtt kortanúmer og annar gildistími.

Sparisjóðirnir standa nú í útskiptingu kreditkorta fyrir þá viðskiptavini sína sem eru með kreditkort á númerasviði (BIN) sem þarf að skipta út. Við biðjum viðskiptavini að athuga að nýju kortin eru með nýju kortanúmeri og því fylgir nýtt PIN númer sem hægt er að nálgast í heimabankanum undir Yfirlit - Kreditkort - Nánari upplýsingar - Sækja PIN.

Innlendar boðgreiðslur eiga í flestum tilvikum að flytjast yfir á nýtt kort (kortanúmer) þegar það eldra lokast, en ef kortanúmer er skráð fyrir greiðslu/áskrift hjá erlendum söluaðila, þá þarf að uppfæra kortanúmer þar. Einnig þarf að tilkynna nýtt kortanúmer til útgáfuaðila lykla fyrir eldsneyti eða frá olíufélögunum.

Þetta er gert að kröfu Visa International og til að geta stutt betur við nýjar leiðir og lausnir í greiðslukerfum.