Breytt vaxtatímabil

Vegna innleiðingar á nýju innlána- og greiðslukerfi helgina 18.-20. febrúar mun tímabil vaxta taka breytingum á ákveðnum reikningum.

Í dag er vaxtatímabilið frá 21. - 20. hvers mánaðar, en eftir innleiðinguna mun vaxtatímabilið miðast við mánaðarmót.

Þetta þýðir að 1. mars skuldfærast hærri yfirdráttarvextir af reikningum en venjulega því þá er skuldfært fyrir tímabilið frá 21. janúar – 28. febrúar.

Viðskiptavinir Sparisjóðanna munu þó vera í sömu stöðu eftir innleiðinguna og njóta sömu kjara og áður.