Boðað hefur verið til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október en í ár eru liðin 50 ár frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975.
Meirihluti starfsfólks sparisjóðsins eru konur og munu margar þeirra taka þátt og leggja niður störf á föstudaginn.
Við minnum á heimabankann og appið þar sem hægt er að klára flest erindi, einnig bendum við á hraðbanka sparisjóðsins.
Þú nærð í sparisjóðinn í síma og tölvupóstfangi, en við bendum á að færra starfsfólk verður til að svara erindum.