Sparnaðarreikningar
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval sparnaðarreikninga, óverðtryggða, verðtryggða, bundna og óbundna. Það ættu flestir að finna sparnað við sitt hæfi.
Stofnaðu sparnaðarreikning í appi eða Heimabanka
Viðskiptavinir geta sjálfir stofnað sparnaðarreikning í Sparisjóðs appinu og Heimabankanum.
Reglulegur sparnaður – einfalt og þægilegt í appi og Heimabanka
Hægt er að stofna reglulegan sparnað á einfaldan og öruggan hátt í appi eða Heimabanka.
Þú velur nafn á sparnaðinn, ákveður upphæð og hversu oft þú leggur fyrir, til dæmis mánaðarlega. Restin gerist sjálfkrafa.
Einfaldara verður það ekki. Byrjaðu í dag að safna fyrir draumunum þínum, hvort sem það er utanlandsferð, nýr bíll, framkvæmdir eða eitthvað allt annað sem skiptir þig máli.