Gjaldeyrisþjónusta

Sparisjóðirnir munu því miður ekki geta þjónustað viðskiptavini sína með erlendar millifærslur á næstunni og er viðskiptavinum sem þurfa að nýta sér slíka þjónustu bent á að gera viðeigandi ráðstafanir hjá öðru fjármálafyrirtæki. 

Samstarfsaðili sparisjóðanna getur ekki lengur veitt þessa þjónustu vegna krafna frá erlendum samstarfsaðila hans.  Íslenskir bankar hafa jafnframt ekki treyst sér til að veita sparisjóðnum þessa þjónustu vegna krafna sinna samstarfsaðila erlendis. 

Sparisjóðurinn hefur ekki verið beinn aðili að  erlendri greiðslumiðlun og treyst á samstarf innlendra aðila í þeim efnum.  Erlendir samstarfsaðilar íslensku bankanna hafa nú útilokað slíkt samstarf vegna aukinna krafna í tengslum við reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Vonast er til þess að þetta verði tímabundið ástand og að sparisjóðirnir geti aftur veitt ofangreinda þjónustu áður en langt um líður.

  • Ekki verður hægt að millifæra eða greiða til erlendra aðila eftir 6. desember 2019.
  • Ekki verður hægt að móttaka greiðslur eða millifærslur frá erlendum aðilum eftir 13. desember 2019.

Það sama gildir um millifærslur á erlendum gjaldmiðli milli banka innanlands þar sem þær greiðslur fara í gegnum erlenda greiðslumiðlun.

Þessi þjónustuskerðing hefur ekki áhrif á aðra þjónustu sparisjóðanna og verður t.d. áfram hægt að kaupa erlendan gjaldeyri, stofna gjaldeyrisreikninga og framkvæma innlendar og erlendar greiðslur með greiðslukortum.

Vinsamlegast leitið til starfsfólks sparisjóðanna ef spurningar vakna og þeir munu aðstoða ykkur eftir fremsta megni.

Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum skilninginn.

English

Information to customers about foreign transfers

Unfortunately, the Saving banks are not able to service their customers with foreign transfers and customers are pointed to do appropriate measures.

This is due to recent regulatory changes as our counterparty in Iceland can no longer provide this service to the saving banks and out customers.

We hope that this will be temporary, and the Saving banks can soon provide this service again.

  • It will not be possible to pay to foreign accounts after 6th of December 2019.
  • It will not be possible to receive payments from foreign accounts after 13th of December 2019.

Same applies for transfers in other currency than ISK between banks in Iceland because transactions are processed through foreign transfer service.

This does not affect other services at the Saving banks as delivery of foreign currencies, open foreign currency accounts, and perform domestic and international payments with debit and credit cards.

If you have any questions regarding this matter, please contact your Saving bank for assistance.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?