Apple Pay og Google Pay

Viðskiptavinir sparisjóðanna geta borgað með Apple Pay og Google Pay!

Apple Pay og Google Pay eru einfaldar, öruggar og þægilegar leiðir til að borga fyrir vörur og þjónustu, án þess að vera með greiðslukortið við hendina. Þegar greiðslukort hefur verið tengt við Apple Wallet eða Google Wallet er hægt að borga með snjalltækinu (t.d. iPhone, Apple Watch, Android o.fl.).

Við hvetjum viðskiptavini sem hafa áhuga á að greiða með snjalltækjum að kynna sér þessar leiðir.

Virkja Apple Pay          Virkja Google Pay

Lífsval

Viðbótarlífeyrissparnaður

Byrjaðu snemma - það munar um 2% aukalega á mánuði.

Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein besta leiðin til sparnaðar. Viðbótarlífeyrissparnað er einnig hægt að nýta til að auðvelda kaup á fyrstu íbúð.

Meiri upplýsingar

Sparnaður

Einstaklingssparnaður

Sparisjóðurinn býður þér auðvelda og þægilega leið til að spara skipulega og aðstoðar þig við að setja þér markmið í sparnaði. Með því að nýta þér Skipulagðan sparnað stuðlar þú að góðu skipulagi á fjármálum þínum og getur aukið sparifé þitt án teljandi fyrirhafnar.

Í samráði við þjónustufulltrúa sparisjóðsins finnur þú heppilegan sparnaðarreikning og gerir samning um að láta skuldfæra ákveðna fjárhæð reglulega af launareikningi þínum eða öðrum reikningum. Þjónustufulltrúar Sparisjóðsins ráðleggja þér hvernig heppilegast er að ávaxta spariféð að teknu tilliti til binditíma og skattlagningar.

- einfalt og þægilegt

Skoðaðu samanburð sparnaðaleiða

Listamaður marsmánaðar
er Vikar Mar
Frá Hjalteyri

Lesa meira