Nýjungar í appi og Heimabanka

Við höfum við bætt við nokkrum nytsamlegum nýjungum í appið okkar og Heimabankann.

Erlendar millifærslur

Nú er hægt að framkvæma erlendar millifærslur í Heimabanka Sparisjóðsins.

Erlendar millifærslur má finna undir “Erlend millifærsla“ í heimabankanum. Í fyrsta sinn sem erlend greiðsla er framkvæmd þarf að samþykkja skilmála um erlendar greiðslur.

Stofnað sparnaðarreikning sjálf/ur

Stofnaðu sparnaðarreikninginn sjálf/ur og byrjaðu að spara. Þetta er hægt að gera bæði í appinu og Heimabankanum. Í appinu má finna þetta undir „Meira“ og „Stofna reikning“. Í Heimabanka er þetta undir „Stofna sparnaðarreikning“.

Frysta / affrysta kreditkort

Með því að skoða kreditkort nánar í appinu og/eða Heimabankanum þá getur þú fryst og affryst kreditkortið. Með því að frysta kortið þá hættir það að virka og ekki er hægt að nota það. Þetta getur verið hentugt ef þú telur færslur vera óeðlilegar og þú vilt athuga hvort þær eigi rétt á sér. Alltaf er hægt að affrysta kortið aftur og byrjað að nota það.

Skilaboð ef yfirdráttarheimild er að renna út

Nú fá viðskiptavinir sem eru með yfirdráttarheimild skilaboð í Heimabanka 14 dögum áður en heimildin rennur út. Þá gefst nægur tími til að framlengja eða gera aðrar ráðstafanir.

 

Önnur nýleg og nytsamleg virkni

Innborganir á lán

Þú getur greitt inn á lán í gegnum appið og Heimabankanum. Þú velur lán sem þú vilt greiða inn á og reikning sem taka á út af og framkvæmir innborgunina á lánið. Einfalt og þægilegt.

Flakka á milli aðganga

Búið er að bæta við möguleikanum að flakka á milli þeirra aðganga sem viðskiptavinur hefur aðgang að í appi og Heimabanka. Þetta hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru bæði að nota persónulegan aðgang og fyrirtækjaaðgang.

Möguleiki að leita eftir færslum í öllum reikningum í einu

Í reikningsyfirliti í Heimabanka er hægt að velja „Allir reikningar“ efst í felliboxi og leita að færslum í öllum reikningum í einu.

Kvittanir sendar eftir á

Hægt er að velja færslu og senda kvittanir eftir á í appi og Heimabanka, bæði í tölvupósti og SMS.

Breyta nöfnum reikninga

Þú getur breytt nöfnum á reikningunum þínum í appinu. Þetta hentar einkar vel ef þú vilt spara fyrir einhverjum ákveðnum hlutum þá gæti reikningurinn t.d. fengið nafnið „Utanlandsferð“ eða „Nýr sólpallur“.