Úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði vegna Covid-19

Ein af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur gripið til er að heimila tímabundið úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir í byrjun apríl.

Frumvarp til laga um úrræðið verður væntanlega afgreitt á Alþingi á næstu dögum og undirbúningur þegar í gangi hjá Lífsvali og sparisjóðunum. Ekki liggur endanlega fyrir hver útfærslan verður en við munum setja inn nýjar upplýsingar á heimasíðuna þegar það liggur fyrir.

  • Heimilt verði að sækja um útgreiðslu séreignasparnaðar á tímabilinu 1. apríl 2020 til 1. janúar 2021.
  • Hámarksúttekt fyrir einstakling verði 12 milljónir króna, óháð því hvort sú heildarfjárhæð séreignasparnaðar er í vörslu hjá fleiri en einum vörsluaðila.
  • Úttekt greiðist með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 15 mánaða tímabili frá því að útgreiðslur hefjast. Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð er að ræða.
  • Hámarksgreiðsla á mánuði verði 800 þúsund krónur.
  • Tekjuskattur er innheimtur af greiðslum við úttekt séreignasparnaðar.