Tilkynning vegna WOW air

Tilkynning vegna WOW air

Þar sem WOW Air hefur hætt starfsemi viljum við taka það fram að meginreglan er sú að þeir sem greitt hafa með Visa eða MasterCard greiðslukorti, debet- eða kreditkorti, eiga endurkröfurétt þegar fyrirframgreidd þjónusta verður ekki innt af hendi.

Þar sem WOW Air hefur hætt starfsemi viljum við taka það fram að meginreglan er sú að þeir sem greitt hafa með Visa eða MasterCard greiðslukorti, debet- eða kreditkorti, eiga endurkröfurétt þegar fyrirframgreidd þjónusta verður ekki innt af hendi.

Þeir korthafar sem eiga bókað flug með WOW Air geta gert endurkröfu vegna flugferðar sem ekki verður farin.

Hægt er að fylla út sérstakt eyðublað, Athugasemd við kortafærslu frá WOW Air, hjá sparisjóðnum eða á www.valitor.is, með upplýsingum um flug og bókunarnúmer.

Við bendum korthöfum á að senda inn endurkröfubeiðni sem fyrst þar sem afgreiðsla þessara mála getur tekið allt að þrjá til fjóra mánuði. Ferlið mun hefjast þegar skiptastjóri veitir heimild til þess.

Hafi korthafar bókað ferð í gegnum ferðaskrifstofu bendum við á að hafa samband við ferðaskrifstofuna.

Ofangreindar upplýsingar eiga við um þá korthafa sem eru með Visa greiðslukort sem eru gefin út af sparisjóðnum. Aðrir korthafar þurfa að leita upplýsinga hjá sínum viðskiptabanka eða kortaútgefenda.

Nánari upplýsingar um rétt farþega og gjaldþrot flugrekanda má finna á síðu samgöngustofu.

Vinsamlegast fyllið út sérstakt eyðublað: Athugasemd vegna kortafærslu WOW Air