Röskun á þjónustu helgina 18.-20. febrúar

Helgina 18.-20. febrúar 2022, munu sparisjóðirnir innleiða nýtt greiðslu- og innlánakerfi í samstarfi við Reiknistofu bankanna. Nýja kerfið er frá alþjóðlega hugbúnaðarfyrirtækinu Sopra og leysir 40 ára gömul kerfi af hólmi. 

Stefnt er að því að viðskiptavinir finni sem minnst fyrir innleiðingunni en þó er óhjákvæmilegt að röskun verði á þjónustu helgina 18. – 20. febrúar.  Þá má búast við truflunum á virkni netbanka og hraðbanka helgina sem innleiðingin fer fram.  

Því hvetjum við viðskiptavini til að sinna bankaviðskiptum sínum fyrir föstudaginn 18. febrúar til að finna sem minnst fyrir truflununum. Þjónusta sparisjóðanna verður aftur komin í samt horf mánudaginn 21. febrúar. 

Nánari upplýsingar um áhrif innleiðingarinnar á einstaklinga og fyrirtæki verða birtar þegar nær dregur.