Hámark á snertilausum greiðslum hækkar

Ákveðið hefur verið að hækka hámark á Íslandi á snertilausum greiðslum með debetkortum og kreditkortum úr 5.000 krónum í 7.500 krónur. Einnig hefur uppsöfnuð hámarksgreiðsla verði hækkuð úr 10.500 krónum í 15.000 krónur.

Til að breytingin taki gildi þarf að uppfæra posa hjá söluaðilum . Gert er ráð fyrir að lokið verði við uppfærslu posa í matvöruverslunum og apótekum fyrir páska og lokið verði við að uppfæra posa hjá öðrum söluaðilum eftir tvær til þrjár vikur.