Ágæti viðskiptavinur
Seðlabanki Íslands birti nú í júlí gagnsæistilkynningu um niðurstöðu vettvangsathugunar sinnar á áhættumiðuðum aðgerðum Sparisjóðs Austurlands hf. gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á heimasíðu sinni. Vettvangsathugun Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands fór fram í maí á síðasta ári.
Í byrjun apríl barst sparisjóðnum niðurstaða og lokaskýrsla vegna þessarar athugunar. Niðurstaðan er sú sparisjóðurinn líkt og aðrar fjármálastofnanir hafi ekki fylgt ákvæðum laga nr. 140/2018, sbr. reglugerðir nr. 545/2019 og reglugerð nr. 745/2019, auk nánar tilgreindum ákvæðum laga nr. 68/2023, nægilega ítarlega. Athugasemdir eru gerðar í nokkrum liðum, sem snúa meðal annars að áhættumati á starfsemi sjóðsins, framkvæmd áreiðanleikakannanna á viðskiptamönnum og uppfærslum áreiðanleikakannanna. Vísast til gagnsæistilkynningar Seðlabanka Íslands til frekari skýringa.
Fjármálaeftirlitið taldi hins vegar ekki tilefni til að beita viðurlögum vegna þessarra athugasemda og var þar meðal annars horft til eðlis og umfangs starfsemi sparisjóðsins.
Sparisjóðurinn mun nýta niðurstöður vettvangsathugunarinnar til þess að gera enn betur í þessum málaflokki, en vinna er hafin hjá starfsmönnum sjóðsins til að bregðast við niðurstöðum og gera úrbætur vegna þeirra ábendinga og athugasemda sem Fjármálaeftirlitið setti fram. Við viljum því biðla til viðskiptavina okkar að fái þeir beiðni frá starfsfólki sparisjóðsins um að fylla út áreiðanleikakannanir að þeir bregist fljótt og vel við.
Með kærri kveðju
Starfsfólk Sparisjóðs Austurlands hf.