Ágætu viðskiptavinir

Vegna herts samkomubanns og öryggissjónarmiða til að sporna gegn útbreiðslu Covid – 19 veirunnar hefur verið ákveðið að loka fyrir aðgang viðskiptavina Sparisjóðsins að afgreiðslunni og er ætlast til þess að þeir nýti aðra samskiptamöguleika svo sem síma eða tölvupóst. Ef erindið er mjög brýnt og ekki hægt að leysa það með þessum hætti geta viðskipavinir pantað tíma fyrirfram í síma 470-1100.
Upplýsingar um netföng starfsmanna má finna inná heimasíðu Sparisjóðsins www.sparaust.is

Starfsfólk Sparisjóðs Austurlands