Lífsval - Viðbótarlífeyrissparnaður
Byrjaðu snemma - það munar um 2% aukalega
Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum í viðbótarlífeyrissparnað. Launagreiðendur greiða mótframlag sem er a.m.k. 2% af launum starfsmanns. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein besta leiðin til sparnaðar.
Helst kostir viðbótarlífeyrissparnaðar:
- Hægt að taka út við 60 ára aldur að hluta eða heild.
- Ef launþegi greiðir í viðbótarlífeyrissparnaður er launagreiðanda skylt að greiða a.m.k. 2% mótframlag.
- Tekjuskattur er greiddur þegar að inneign er tekin út.
- Viðbótarlífeyrissparnað er hægt að nýta til að auðvelda kaup á fyrstu íbúð.
- Fyrstu kaupendur geta notað uppsafnaðann viðbótarlífeyrissparnað til að spara fyrir útborgun.
- Hægt er að óska eftir að greiða séreignarsparnað mánaðarlega inná fasteignalán og lækka þannig höfuðstól láns.
- Þessi úttekt lífeyrissparnaðar er skattfrjáls.
Hægt er að sækja um Lífsval lífeyrissparnað á netinu undir "umsóknir" á síðu viðeigandi Sparisjóðs.

Lífsvalsleiðirnar
Lífsval býður sjóðfélögum sínum að ávaxta séreignarsparnað sinn í dreifðum eignasöfnum að teknu tilliti til þeirrar áhættu sem sjóðfélagar kjósa. Lífsvalsleiðirnar eru fjórar. Fjárfestingastefna Lífsvals 2023.
Lífsval 1
- Ávöxtun eignasafns er eingöngu í verðtryggðum innlánum.
- Ráðlögð leið fyrir þá sem eru nálægt töku lífeyris.
- Hentar þeim sem vilja verðtryggðan sparnað með lágmarkssveiflum.
Lífsval 2
- Ávöxtunarleið sem hefur það að markmiði að ná öruggri ávöxtun til lengri tíma litið.
- Áhersla er lögð á varfærnar fjárfestingar og er stefna leiðarinnar að fjárfesta að stórum hluta í skuldabréfum.
- Hófleg heimild er til fjárfestingar í áhættusamari verðbréfum, s.s. hlutabréfum.
Lífsval 3
- Heimilt að fjárfest að fullu í verðbréfum og allt að 50% í hlutabréfum.
- Einnig fjárfest í innlendum og erlendum hlutabréfum og skuldabréfum.
- Hentar þeim sem vilja taka hóflega áhættu og þola tímabundnar sveiflur í ávöxtun safnsins.
Lífsval 4
- Heimilt að fjárfest að fullu í verðbréfum og allt að 70% í hlutabréfum.
- Einnig er hægt að ávaxta allt að 50% eignasafns í innlánum ef aðstæður gefa tilefni til.
- Hentar þeim sem vilja taka áhættu og þola sveiflur í ávöxtun safnsins gegn betri ávöxtun.
Fjárfestingaleiðir
|
Lífsval 1 |
Lífsval 2 |
Lífsval 3 |
Lífsval 4 |
Eignaflokkar |
Heimild |
Markmið |
Heimild |
Markmið |
Heimild |
Markmið |
Heimild |
Markmið |
Innlán |
100% |
100% |
0-50% |
2% |
0-50% |
2% |
0-50% |
2% |
Skuldabréf |
- |
- |
30-100% |
80% |
20-100% |
58% |
20-100% |
38% |
Hlutabréf |
- |
- |
0-20% |
18% |
0-50% |
40% |
0-70% |
60% |
Lífsval, T Plús hf. Lífeyrisþjónusta
Skipagata 9, 2. hæð, 600 Akureyri
Sími: 575-3949