Lífsval

Lífsval - Viðbótarlífeyrissparnaður

Byrjaðu snemma - það munar um 2% aukalega

Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum í viðbótarlífeyrissparnað. Launagreiðendur greiða mótframlag sem er a.m.k. 2% af launum starfsmanns. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein besta leiðin til sparnaðar.

Helst kostir viðbótarlífeyrissparnaðar:

 • Hægt að taka út við 60 ára aldur að hluta eða heild.
 • Ef launþegi greiðir í viðbótarlífeyrissparnaður er launagreiðanda skylt að greiða a.m.k. 2% mótframlag.
 • Tekjuskattur er greiddur þegar að inneign er tekin út.
 • Viðbótarlífeyrissparnað er hægt að nýta til að auðvelda kaup á fyrstu íbúð.
  • Fyrstu kaupendur geta notað uppsafnaðann viðbótarlífeyrissparnað til að spara fyrir útborgun.
  • Hægt er að óska eftir að greiða séreignarsparnað mánaðarlega inná fasteignalán og lækka þannig höfuðstól láns.
  • Þessi úttekt lífeyrissparnaðar er skattfrjáls.

Hægt er að sækja um Lífsval lífeyrissparnað á netinu undir "umsóknir" á síðu viðeigandi Sparisjóðs.

Sjóðfélagavefur    Launagreiðendavefur  

 

Lifsval_mynd

Útgreiðsla viðbótarlífeyrissparnaðar vegna Covid - 19

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá snýr hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 að fyrirframgreiðslum viðbótarsparnaðar.  Úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði er tímabundið úrræði en hafa verður í huga að við úttektina minnkar inneign fólks þegar það nær lífeyrisaldri. 

 • Heildargreiðsla að hámarki 12 milljónir kr. á einstakling, þó aldrei meira en uppsöfnuð inneign einstaklings þann 1. apríl 2020.
 • Greitt í jöfnum mánaðarlegum greiðslum, 800.000 kr. á mánuði, að frádreginni staðgreiðslu tekjuskatts, í allt að 15 mánuði frá umsókn.
 • Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð er að ræða.
 • Ef einstaklingur á viðbótarsparnað hjá fleiri en einum vörsluaðila skal gera grein fyrir því í umsókn, en 12 milljón kr. hámarkið gildir um alla vörsluaðila viðbótarsparnaðar samtals.
 • Umsóknartímabil: 1. apríl 2020 til 31. desember 2020.

Fyrsta fyrirframgreiðsla samkvæmt þessu úrræði verður þann 20 maí samkvæmt ofangreindu og verða þá afgreiddar þær umsóknir sem hafa borist fyrir 10. maí. Eftir það verða fyrstu greiðslur greiddar 20. dag þess mánaðar fyrir þær umsóknir sem hafa borist fyrir 10. dag sama mánaðar.

Umsóknareyðublað er aðgengilegt hér eða undir "Umsóknir".

Lífsvalsleiðirnar

Lífsval býður sjóðfélögum sínum að ávaxta séreignarsparnað sinn í dreifðum eignasöfnum að teknu tilliti til þeirrar áhættu sem sjóðfélagar kjósa. Lífsvalsleiðirnar eru fjórar.   Fjárfestingastefna Lífsvals 2021.

Lífsval 1

 • Ávöxtun eignasafns er eingöngu í verðtryggðum innlánum.
 • Ráðlögð leið fyrir þá sem eru nálægt töku lífeyris.
 • Hentar þeim sem vilja verðtryggðan sparnað með lágmarkssveiflum.

Lífsval 2

 • Ávöxtunarleið sem hefur það að markmiði að ná öruggri ávöxtun til lengri tíma litið.
 • Áhersla er lögð á varfærnar fjárfestingar og er stefna leiðarinnar að fjárfesta að stórum hluta í skuldabréfum.
 • Hófleg heimild er til fjárfestingar í áhættusamari verðbréfum, s.s. hlutabréfum.

Lífsval 3

 • Heimilt að fjárfest að fullu í verðbréfum og allt að 50% í hlutabréfum.
 • Einnig fjárfest í innlendum og erlendum hlutabréfum og skuldabréfum.
 • Hentar þeim sem vilja taka hóflega áhættu og þola tímabundnar sveiflur í ávöxtun safnsins.

Lífsval 4

 • Heimilt að fjárfest að fullu í verðbréfum og allt að 70% í hlutabréfum.
 • Einnig er hægt að ávaxta allt að 50% eignasafns í innlánum ef aðstæður gefa tilefni til.
 • Hentar þeim sem vilja taka áhættu og þola sveiflur í ávöxtun safnsins gegn betri ávöxtun.

Fjárfestingaleiðir

  Lífsval 1 Lífsval 2 Lífsval 3 Lífsval 4
Eignaflokkar Heimild Markmið Heimild Markmið Heimild Markmið Heimild Markmið
Innlán 100% 100% 0-50% 2% 0-50% 2% 0-50% 2%
Skuldabréf - - 30-100% 80% 20-100% 58% 20-100% 38%
Hlutabréf - - 0-20% 18% 0-50% 40% 0-70% 60%

 

Lífsval, T Plús hf. Lífeyrisþjónusta

Skipagata 9, 2. hæð, 600 Akureyri

Sími: 575-3949

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?