Af hverju eru sparisjóðirnir að sameinast?
Sameiningin styrkir báða sparisjóðina og gerir okkur betur í stakk búin til að veita viðskiptavinum öfluga, persónulega og örugga þjónustu til framtíðar. Með því að sameina kraftana getum við staðið enn sterkar að baki nærumhverfinu og haldið áfram að styðja við okkar heimabyggð.
Hvenær tekur sameiningin gildi?
Uppgjörsdagur samrunans varðandi eignir, skuldir, réttindi og skildur sjóðanna er 1. janúar 2025. Hluthafar sjóðanna samþykktu samrunann 8. og 9. október og Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gaf sitt samþykki 13. október 2025. Strax í kjölfarið hófst undirbúningur að samruna upplýsingakerfa. Við munum upplýsa viðksiptavini eins fljótt og hægt er á vefsíðu sparisjóðanna www.spar.is, senda skilaboð í Heimabanka o.fl.
Hvað mun hinn nýi sparisjóður heita?
Hinn sameinaði sparisjóður mun bera nafnið Smári Sparisjóður. Nafnið endurspeglar sameiginlegan kraft, sögu og tengsl við smárann í Sparisjóðs vörumerkinu.
Hefur sameiningin áhrif á innstæður mínar eða öryggi þeirra?
Nei, engar breytingar verða á öryggi innstæðna. Þær eru áfram verndaðar samkvæmt lögum um innstæðutryggingar (Lög nr. 98/1999).
Þarf ég að breyta reikningsnúmerinu mínu?
Nei, reikningsnúmerin þín haldast óbreytt. Allar greiðslur og skuldbindingar halda áfram að virka eins og áður.
Mun netbankinn eða appið breytast?
Þú heldur áfram að nota sama Heimabanka og app eins og áður. Heimabanki og app munu sameinast síðar og látum við þig vita með góðum fyrirvara og leiðbeinum um næstu skref.
Eru kortin mín áfram gild?
Já, öll greiðslukort verða áfram gild og virka alveg eins og áður.
Breytast vextir eða gjöld?
Vaxtakjör og þjónustugjöld verða að einhverju leyti samræmd í kjölfar sameiningar og í tengslum við samruna upplýsingakerfa. Allir samningar halda gildi sínu.
Get ég fengið þjónustu á öllum afgreiðslustöðum eftir sameiningu?
Til að byrja með halda viðskiptavinir Sparisjóðs Höfðhverfinga áfram að leita til sinna afgreiðslna á Akureyri og á Grenivík. Viðskiptavinir Sparisjóðs Strandamanna halda að sama skapi áfram að leita til sinnar afgreiðslu á Hólmavík.
Á næstu mánuðum mun ekki skipta máli í hvaða afgreiðslu viðskiptavinur fer en þá verður búið að sameina alla tæknilega umgjörð sjóðanna. Við látum vita með góðum fyrirvara og leiðbeinum um næstu skref.
Held ég áfram að vera í sambandi við sama ráðgjafa?
Já, þú heldur áfram að hafa samband við sama ráðgjafa og áður. Við leggjum mikla áherslu á að varðveita persónuleg tengsl.
Breytist þjónustutími eða símanúmer?
Nei, þjónustutími og símanúmer verða óbreytt í bili. Símanúmer Sparisjóðs Strandamanna verður áfram 455-5050 og símanúmer Sparisjóðs Höfðhverfinga 460-9400.
Við látum vita með góðum fyrirvara þegar sameinaður sparisjóður verður kominn með eitt símanúmer.