Maí

Hrafnkell Elvarsson

Fæðingarár: 1990

Hrafnkell er ungur myndlistarmaður frá Akureyri, þar sem hann býr og starfar í dag. Hann útskrifaðist af listnámsbraut VMA, stundaði nám við Kunsthöjskolen i Holbæk í Danmörku og lauk diplomanámi í stafrænni hönnun frá Tækniskólanum. Hrafnkell hefur verið mjög virkur í listsköpun sinni og haldið einkasýningar í Reykjavík og á Akureyri.


Andlitið er grunnurinn. Hrafnkell vinnur með djúpstæð hughrif og sýnir andlit í átökum eða firringu. Í andlitsmyndum Hrafnkels birtist einhver sannleikur sem fæstir koma auga á nema í gegnum hið ljóðræna eða óhlutbunda sem í listinni leynist.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?