Þar sem flugfélag Play hefur hætt starfsemi vilja Sparisjóðirnir taka það fram að handhafar Visa greiðslukorta (Bæði debet- og kreditkorta) eiga endurkröfurétt þegar fyrirframgreidd þjónusta sem greitt var fyrir með greiðslukorti hefur ekki verið eða verður ekki innt af hendi.
Þeir korthafar sem eiga bókað flug með flugfélaginu Play og greiddu með greiðslukorti geta gert endurkröfu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Viðskiptavinum er bent á að fylla út eftirfarandi eyðublað og senda á Sparisjóðinn.
Athugið að mikilvægt er að öllum spurningum sé svarað með fullnægjandi hætti, og einnig að
láta bókunarstaðfestingu og reikning frá PLAY fylgja með endurkröfunni sem fylgiskjal.
Netföng Sparisjóðanna eru eftirfarandi:
Sparisjóður Austurlands: sparaust@sparaust.is
Sparisjóður Þingeyinga: spthin@spthin.is
Sparisjóður Strandamanna: spstr@spstr.is
Sparisjóður Höfðhverfinga: spsh@spsh.is
Öll samskipti vegna endurkröfumála fara í gegnum Sparisjóðina.
Afgreiðsla endurkröfumála getur tafist í ljósi aðstæðna. Tímafrestur til að gera endurkröfu eru 120 dagar frá því flug átti að eiga sér stað.
Hafi korthafar bókað ferð í gegnum ferðaskrifstofu bendum við á að hafa sambandi við sjálfa ferðaskrifstofuna.
Við bendum einnig á það að ekki eru greiddar bætur úr korta- og ferðatryggingum við gjaldþrot flugfélags.
Nánari upplýsingar má finna á vef samgöngustofu.