Möguleg þjónustuskerðing hjá Arion banka um helgina

Núna helgina 16. - 18. apríl mun Arion banki, í samstarfi við Reiknistofu bankanna innleiða nýtt innlána- og greiðslu- kerfi. Þetta hefur lítil eða engin áhrif á viðskiptavini sparisjóðanna.

Þetta hefur ekki áhrif á viðskiptavini sparisjóðsins, nema ef mögulega ef verið er að millifæra frá öðrum bönkum og sparisjóðum til viðskiptavina Arion banka, þá verða færslur ekki að fullu sýnilegar viðtakanda hjá Arion banka fyrr en á sunnudagskvöld 18. apríl.

Sjá nánar á vef Arion banka.