Yfirdráttarlán

Sparisjóðurinn býður viðskiptavinum sínum sem eru 18 ára og eldri og uppfylla ákveðnar kröfur sparisjóðsins að sækja um yfirdráttarheimild.

Yfirdráttarheimild er sveigjanlegt lánsform sem hentar vel til að fjármagna lægri útgjöld eða vera til taks í óvæntum útgjöldum. Vextir eru greiddir samkvæmt vaxtatöflu í lok hvers mánaðar til samræmis við notkun heimildar hverju sinni. Lán vegna yfirdráttar eru veitt til allt að 12 mánaða í senn og bera ekki eiginlegar afborganir svo endurgreiðslum er hægt að haga eftir þörfum hvers og eins.

Hámarksfjárhæð yfirdráttar er einstaklingsbundin og meðal annars metin út frá tekjum og greiðslugetu. Umsóknir um yfirdráttarheimildir eru afgreiddar með skömmum fyrirvara og á stuttum tíma. Hafðu endilega samband við þjónustufulltrúa sem fer yfir málin með þér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?