Í samstarfi við erlendan samstarfsaðila býður Sparisjóðurinn viðskiptavinum sínum nú uppá erlendar greiðslur. Viðskiptavinir Sparisjóðsins geta því sent og móttekið greiðslur í erlendri mynt.
Hér að neðan má nálgast allar helstu upplýsingar um erlendar greiðslur hjá Sparisjóðnum. Ef frekari spurngingar vakna eru starfsmenn Sparisjóðsins ávallt tilbúnir að aðstoða.
Sparisjóðurinn býður uppá erlend viðskipti í eftirfarandi gjaldmiðlum: USD, EUR, GBP, DKK, SEK, NOK, CAD, CHF, JPY
Áður en fyrsta erlenda greiðslan er send út eða móttekin þurfa viðskiptavinir að sækja um erlend viðskipti hjá sparisjóðunum og fylla út áreiðanleikakönnun. Einstaklingar geta gert það með því að fylla út form í vafra sem má finna undir "Umsóknir" -> "Upphaf erlendra viðskipta einstaklingar". Fyrirtækjum er bent á að hafa samband við sinn sparisjóð ef þeir óska eftir að hefja erlend viðskipti.
Ef viðskiptavinir óska eftir að senda út erlenda greiðslu þarf að fylla út umsókn um erlenda greiðslur. Einstaklingar geta gert það með því að fylla út form í vafra undir "Umsóknir" -> "Beiðni um erlenda greiðslu einstaklingar". Fyrirtækjum er bent á að hafa samband við sinn sparisjóð ef þeir óska eftir að senda út erlenda greiðslu. Nánari útlistun á þeim upplýsinum sem þurfa að vera til staðar til að óska eftir greiðslu má finna hér að neðan.
Hægt er að senda/móttaka greiðslur með tveim mismunandi leiðum:
Starfsmenn sparisjóðanna geta ráðlagt þér hvort greiðsluleiðin hentar þinni greiðslu betur.
Vakin er athygli á því að Sparisjóðnum ber að tilkynna allar erlendar greiðslur til Seðlabanka Íslands. Því er mikilvæg að viðskiptavinir flokki færslur með viðeigandi hætti þegar óskað er eftir erlendri greiðslu.
Nauðsynlegar upplýsingar um viðtakanda fyrir erlenda greiðslu
Hvað tekur langan tíma fyrir erlenda greiðslu að berast?
Erlendar greiðslur skila sér til viðtakanda á 1-3 virkum dögum. Einstaka greiðslur berast samdægurs.
Hvað kostar að senda erlenda greiðslu?
Upplýsingar um kostnað sendanda má nálgast í verðskrá Sparisjóðsins. Fyrir Swift greiðslur bætist við erlendur banka kostnaður sem er dreginn af greiðslunni af þeim bönkum sem greiðslan fer í gegnum á leið sinni á áfangastað.