Prófunarumhverfi - PSD2

Hvað er PSD2?

Þann 1. nóvember 2021 tóku ný lög um greiðsluþjónustu, PSD2 (Paymens services directive 2), gildi. Þessi nýju lög opna aðgengi þriðju aðila, s.s. fjártækni fyrirtækja (sem hafa öll tilskilin leyfi) að bankaupplýsingum viðskiptavina. Markmiðið er að stuðla að aukinni samkeppni, ásamt því að efla nýsköpun og tækniframþróun í fjártæknilausnum með auknu aðgengi að upplýsingum. Þetta skilar sér í bættri þjónustu fyrir neytendur þar sem þeir hafa val um að veita þriðju aðilum aðgengi að upplýsingum um sín bankaviðskipti.

Hvað er prófunarumhverfi Sparisjóðsins fyrir PSD2?

Sparisjóðurinn hefur opnað fyrir prófunarumhverfi (e. sandbox) vefþjónustu sem gerir þriðju aðilum kleyft að prófa virkni PSD2 lausna Sparisjóðsins. Þriðju aðilar eiga kost á að prófa virkni og eiginleika þessarar vefþjónustu með prófunargögnum. Sparisjóðurinn leggur mikið uppúr öryggi í prófunarumhverfinu og að allar aðgerðir séu framkvæmdar á öruggan hátt. Um notkun þjónustunnar gilda skilmálar prófunarumhverfisins.

Um notkun á prófunarumhverfinu gilda einnig almennir viðskiptaskilmálar sparisjóðanna og persónuverndarstefna sparisjóðanna.

Hvernig tengist ég prófunarumhverfinu?

Prófunarumhverfið er aðgengilegt hér að neðan:

Prófunarumhverfið 

Til að geta skráð sig inní prófunarumhverfið þarf útgefið starfsleyfi sem greiðsluvirkjandi og/eða reikningsupplýsingaveitandi. 

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við Sparisjóðinn með því að senda tölvupóst á spsh@spsh.is

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?