Breytingar á erlendum seðlum hjá sparisjóðunum

Sparisjóðirnir hafa ákveðið að fækka erlendum seðlum sem tekið er við og seldir í útibúum sparisjóðanna.

Frá og með 1. mars næstkomandi munu sparisjóðirnir einungis selja og taka við erlendum seðlum í Bandaríkjadollar (USD), breskum pundum (GBP) og evrum (EUR).

Ástæða breytinganna er að gjaldeyrissala hefur farið mjög minnkandi undanfarin ár og stærstur hluti hennar farið fram í þeim myntum sem sparisjóðirnir munu áfram bjóða upp á.

Áfram verður hægt að framkvæma erlendar greiðslur rafrænt í mun fleiri myntum.