Tölvupóstsendingar vegna öflunar upplýsinga og gagna til að uppfylla skilyrði laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Viðskiptavinir Sparisjóðs Suður Þingeyinga ses. geta átt von á tölvupósti frá sjóðnum í tengslum við öflun áreiðanleikakannanna, skilríkja eða annarra upplýsinga.  Sjóðnum ber að afla slíkra gagna skv. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.  Rétt er að árétta varfærni í meðhöndlun tölvupósta og gæta skal sérstakrar varúðar þegar tenglar sem tölvupóstar kunna að innihalda eru opnaðir.  Tölvupóstur frá Sparisjóðnum hefur endinguna @spthin.is og getur innihaldið tengla á eyðublöð sem einnig er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins „spthin.is/Umsóknir“.  Séu viðskiptavinir í einhverjum vafa um að póstur sé að berast frá Sparisjóðnum er rétt að nota heimasíðuna eða hafa samband í síma 464-6200.

Vefsíðan „Taktu tvær“ er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Samtaka fjármála-fyrirtækja og Neytendasamtakana til að vekja athygli á umfangi og sporna gegn netglæpum.  Vefsíðuna má nálgast á eftirfarandi slóð: https://www.sa.is/frettatengt/serstok-malefni/taktu-tvaer/.