Þjónustusími bankanna

Þjónustusími bankanna er tölvuvæddur símsvari þar sem hægt er að sinna margskonar bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er. Í þjónustusímanum er hægt er að fá upplýsingar um stöðu á reikningi og síðustu færslur, fá upplýsingar um yfirdráttarheimild og gildistíma hennar ásamt því að hægt er að millifæra á milli eigin reikninga.

Til að hægt sé að nýta sér þjónustusímann þarf einungis að vera með leyninúmer reiknings við hendina. Leyninúmerið er það númer sem valið var við stofnun reiknings.

Til að nota þjónustusímann hringir þú í 515-4444 og bíður eftir sambandi. Því næst velur þú hvaða aðgerð þú vilt framkvæma og ýtir á # til að staðfesta val. Símsvari þjónustusímans leiðir þig áfram og þú velur aftur # til að staðfesta val á þjónustu. Ef þú vilt stöðva lesturinn og fá frekari upplýsingar um valmöguleika þá velur þú aftur #.