Sparisjóður Suður-Þingeyinga styrkir björgunarsveitir í Þingeyjarsýslum um fjórar milljónir króna.

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. í Skjólbrekku í Mývatnssveit.  Rekstur sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var rúmar 76 milljónir króna eftir skatta.  Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins um 12,3 milljarðar króna og hafa aukist um 1,3 milljarða á milli ára.  Innlán voru á sama tíma um 11 milljarðar og jukust þau um 1,1 milljarð á milli ára.  Eigið fé sparisjóðsins var 1,1milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.

Aðalfundurinn samþykkti heimild til stjórnar til að selja nýtt stofnfé að fjárhæð 50 milljónir króna og eiga núverandi stofnfjáreigendur forkaupsrétt til 1. september 2023.

Á aðalfundinum afhenti Örn Arnar Óskarsson sparisjóðsstjóri fulltrúum átta björgunarsveita í Þingeyjarsýslum, styrki samtals að fjárhæð fjórar milljónir króna.

Í stjórn sparisjóðsins voru kjörin Andri B. Arnþórsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Gerður Sigtryggsdóttir og Pétur Snæbjörnsson.  Varamenn, Helga Sveinbjörnsdóttir og Pétur B. Árnason.

Afhending styrkja

Fulltrúar björgunarsveita

Önnur mál

Áhugasamir fundargestir