Nýjungar í appi og Heimabanka

Við höfum bætt við nokkrum nytsamlegum nýjungum í appið okkar og Heimabankann.

App:

Add to Wallet

Nú er hægt að bæta korti við í snajllveski (Wallet) úr appinu. Þennan möguleika má finna undir „Kort“.

Eyða þekktum reikningum

Hægt er að eyða þekktum reikningum þegar framkvæma á millifærslu enda alger óþarfi að geyma upplýsingar sem engin not eru fyrir.

Heimabanki:

Tilkynning við innborgun á reikning

Undir „Stillingar“ og „Tilkynningar“ í Heimabankanum er nú hægt stilla reikning þannig að tilkynningar berist við innborgun á reikning í tölvupósti eða SMS.

Tenging rafrænna skjala við ógreidda reikninga

Undir „Ógreiddar kröfur“ í Heimabankanum birtist lítið skjalamerki ef skjal hefur verið tengt kröfu. Ef smellt er á merkið þá hleðst skjalið upp. Með þessu er verið að samtvinna kröfur og skjöl á einum stað.