Nýjungar í appi og Heimabanka

Nú höfum við bætt við nokkrum nytsamlegum nýjungum í appið okkar og Heimabankann.

Innborganir á lán

Nú getur þú greitt inn á lán í gegnum appið og Heimabankanum. Þú velur lán sem þú vilt greiða inn á og reikning sem taka á út af og framkvæmir innborgunina á lánið. Einfalt og þægilegt.

Flakka á milli aðganga

Búið er að bæta við möguleikanum að flakka á milli þeirra aðganga sem viðskiptavinur hefur aðgang að í appi og Heimabanka. Þetta hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru bæði að nota persónulegan aðgang og fyrirtækjaaðgang.

Möguleiki að leita eftir færslum í öllum reikningum í einu

Í reikningsyfirliti í Heimabanka er hægt að velja „Allir reikningar“ efst í felliboxi og leita að færslum í öllum reikningum í einu.

Kvittanir sendar eftirá

Nú er hægt að velja færslu og senda kvittanir eftirá í Heimabanka, bæði í tölvupósti og SMS.