Nú er hægt að skrá sig inní hraðbanka með rafrænum skilríkjum

Nú geta viðskiptavinir skráð sig inn í hraðbanka sparisjóðsins með rafrænum skilríkum og fá þannig aðgang að bankareikningum sínum í hraðbanka. Þessi nýja leið til innskráningar jafngildir því að skrá sig inn með debetkorti.

Þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma eftir innskráningu í hraðbanka með rafrænum skilríkjum:

  • Úttekt af almennum reikingum hjá sparisjóðnum
  • Úttekt af debetreiknigum hjá sparisjóðunum
  • Sjá stöðu á eigin reikningum hjá sparisjóðunum
  • Greiða ógreidda reikninga á eigin kennitölu
  • Millifæra útaf eigin reikningum hjá sparisjóðunum

Það sem er ekki hægt að framkvæma eftir innskráningu í hraðbanka með rafrænum skilríkjum:

  • Taka útaf kreditkortum
  • Taka útaf/sjá reikninga í öðrum sparisjóðum en þeim sem á viðeigandi hraðbanka

Þegar verið er að skrá sig inní heimabankann með rafrænum skilríkjum þá eru tvær leiðir:

  • Skrá inn kennitölu -> auðkenning fer í gegnum auðkennisappið
  • Skrá inn símanúmer -> auðkenning fer í gegnum rafræna auðkenningu í síma