Við höfum bætt við nokkrum nytsamlegum nýjungum í appið okkar og Heimabankann.
Reglulegur sparnaður
Nú er hægt að stofna reglulegan sparnað í heimabanka og appi á einfaldan og öruggan hátt.
Þú velur nafn á sparnaðinn, ákveður upphæð og hversu oft þú leggur fyrir, til dæmis mánaðarlega. Restin gerist sjálfkrafa.
Einfaldara verður það ekki. Byrjaðu í dag að safna fyrir draumunum þínum, hvort sem það er utanlandsferð, nýr bíll, framkvæmdir eða eitthvað allt annað sem skiptir þig máli.
Stofna debetreikning
Hingað til hefur verið hægt að stofna sparnaðarreikning sjálfkrafa í appi og Heimabanka. Nú er einnig hægt að stofnað debetreikning sjálfkrafa.
Lán
Meðgreiðendur láns geta nú séð lánið í heimabankanum hjá sér.
Auk þess er nú líka hægt að sjá uppgreiðsluvirði í ítarupplýsingum um lán.
Ógreiddir reikningar
Búið er að bæta framsetningu á ógreiddum reikningum í appi og Heimabanka. Nú er sýndur flokkur ógreidds reiknings í stað tegundar. Til dæmis stendur nú „Visa“ á kreditkortareikningum en áður stóð „Greiðsluseðill“.
Lengra skýringarsvæði fyrir millifærslur
Búið er að fjölga stafamagni í textasvæði skýringar fyrir millifærslur úr 7 stöfum í 100 stafi.
Lífsval
Launagreiðenda- og sjóðfélagavefir fyrir Lífsval eru nú aðgengilegir í Heimabankanum.
Búið er að loka fyrir gömlu launagreiðenda- og sjóðsfélagavefina í Jóakim.
Einfaldara kröfusniðmát í Heimabanka
Búið er að einfalda kröfubunkasniðmát í Heimabanka og t.d. fækka dálkum.